Áform

Nemendum í 3. og 4. bekk annars vegar og 5. og 6. bekk hins vegar er skipt í þrjá umsjónarhópa, þvert á bekkina. Hver umsjónarkennari hittir sinn hóp einu sinni í viku og áformar með honum. Það fer þannig fram að hver og einn nemandi fær áformsblað (sjá fylgiskjöl) og skráir þar þau markmið sem hann er að vinna að, bæði í íslensku og stærðfræði. Nemandinn ákveður í samráði við kennarann hvað hann telur hæfilegt vinnumagn fyrir vikuna bæði í skóla og heima.

Nemendur ígrunda einnig og skrá á þetta blað hvað gekk vel í vikunni og hvað mætti betur fara. Kennari skrifar í skilaboðaskjóðuna t.d. eitthvað sem gekk vel, hvort nemandi náði að ljúka áformi sínu eða einhverja þætti sem nemandinn þarf að skoða sérstaklega.

Kennari skráir vikulega hjá sér stöðu á seinasta áformi hjá hverjum og einum nemanda.

Verkefni og eyðublöð

Áform í 3. og 4. bekk

Áform í 5. og 6. bekk