Verkefnisáætlun

Markmið verkefnisins

 • Kynna og ræða hugmyndir og dæmi um áhugavert skólastarf þar sem námsmat tekur mið af einstaklingsmiðuðum kennsluháttum.
 • Gefa kennurum tækifæri til að þróa námsmatsaðferðir sínar með skipulegum hætti og miðla reynslu sinni til annarra (samstarfsfólks, starfsmanna í öðrum skólum, foreldra).
 • Skapa vettvang fyrir kennara skólans til að dýpka þekkingu sína á fjölbreyttum og áhugaverðum kennslu- og námsmatsaðferðum, einkum þeim sem henta til að einstaklingsmiða nám og kennslu.
 • Efla þekkingu starfsmanna á innlendum og erlendum heimildum um námsmats- og kennsluaðferðir.
 • Auka fjölbreytni í námsmati og minnka vægi skriflegra prófa.

Ráðgjafi við framkvæmd verkefnisins er Ingvar Sigurgeirsson prófessor við Kennaraháskóla Íslands.

Tímaáætlun

21. og 22. ágúst      Námskeið hjá Ingvari Sigurgeirssyni

 • Samvinnuhópar myndaðir

  • sem skilgreina eigin verkefni sem tengjast markmiðum þróunarverkefnisins

  • gera stutta áætlun um umfang, framkvæmd og mat (sjá blað frá IS)

  • Gera vefsíðu fyrir FN þar sem áætlanir, eyðublöð og verkefni verða sett

4.-8. sept.                 Skipun þróunarhóps

 • Skólastjórar, deildarstjóri og tveir fulltrúar kennara sitja í stýrihópi.

 • Í hópnum sitja Anna Guðmundsdóttir aðtoðarskólastjóri, Björk Sigurðardóttir deildarstjóri, Karl Frímannsson skólastjóri, Katrín Fjóla Guðmundsdóttir stigstjóri og Ólöf Ása Benediktsdóttir umsjónarkennari.

11.-15. sept.           Gerð verkefnisáætlunar – stýrihópur
18.-22. sept.           Þátttakendur skila skriflegri áætlun
26. sept.                   Kynning á starfi hópanna
17. okt.                     Skila greinargerð um eigin verkefni
28.-29. sept.           Heimsókn til Reykjavíkur

 • heimsókn í 6 skóla, 2 hópar í 3 skóla hvor

 • tímar hjá Ingvari Sigurgeirssyni föstudaginn 29. sept. kl. 13:00

Nóvember                Ingvar Sigurgeirsson kemur í Hrafnagilsskóla
Páskar                       Ingvar Sigurgeirsson kemur í Hrafnagilsskóla
Maí                             Innanhússþing / málstofa á ráðstefnu HA

 

 Hóparnir hittast tvisvar til þrisvar í mánuði til að vinna að verkefninu
 

Framkvæmd

Meginstef

 • Unnið verður aðallega með
  • námsmöppur
  • leiðsagnarmat / leiðarbækur / dagbækur
  • greiningu á verkefnum nemenda
  • sjálfsmat nemenda

Tími

Unnið verður að verkefninu þrisvar í mánuði ýmist í hópum eða hver í sínu lagi

Til hvers er ætlast ?

– Hver og einn þátttakandi þarf að ákveða og skrá:

 • tilgang með eigin verkefni
 • hverskonar verkefni á að gera
 • hvaða þætti á að taka í verkefnið
 • hver á að fá upplýsingar úr matinu, hvenær og á hvaða formi
 • hvenær og hvernig viðkomandi ætlar að leggja mat á eigin vinnu

 

– Hver hópur kynnir sín verkefni fyrir öllum kennurum.
– Hver kennari kynnir eigið verkefni innan hvers hóps.
– Hver kennari skilar greinargerð um miðjan október um eigið verkefni með ofangreindum þáttum.
– Verkefnin verða hluti af lokaskýrslu
– Allir kennarar taka þátt í innanhússþingi í maí um Fjölbreytt námsmat
– Hluti kennara stjórnar málstofu á ráðstefnu um námsmat á vegum HA í apríl.
– Gerð lokaskýrslu og mat á verkefninu.