Kynnisferð

Í september 2006 var farið í skólaheimsóknir í sex grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Tilgangurinn var að skoða áhugavert skóla- og þróunarstarf og þá sérstaklega starf sem tengdist námsmati.

Allir kennara Hrafnagilsskóla voru með í för og fór hver þeirra í a.m.k. þrjá skóla. Eftir að heimsóknum lauk var komið saman með Ingvari Sigurgeirssyni og mat lagt á verkefnið. Notuð var 2+2 aðferðin. Eftir það var þáttunum sem kennurum þótti vera til fyrirmyndar forgangsraðað með það fyrir augum að auðvelda okkur leiðina að því sem við vildum koma í verk og jafnframt festa í sessi það sem fyrir var.

Forgangsröðun eftir matsfund

– Markvisst starf með námsmöppur

– Nemendur meðvitaðir um eigið nám

– Skýrt námsmat

– Áhugaverð og vel skipulögð þemaverkefni

– Markviss kennsla félagslegra þátta

– Nálægð foreldra

– Skýr námsmarkmið + tengsl við námsmat

– Nemendur þurfa að gera grein fyrir áformum sínum

– Afrakstur verkefna tengd foreldrum

– Allt starfsfólk saman

– Lokaverkefni í 10. bekk