Kennsluvefur

hrafnagilsskoliHugmyndin að baki þessum kennsluvef er sprottin af þeim möguleikum sem vefumhverfið hefur. Sú þekking sem byggist upp og þróast í skólum hefur oftar en ekki ratað inn í möppur sem liggja óopnaðar í hillum árum saman þar til þeim er hent. Með því að leggja fram verkefni með þessum hætti eru þau kennurum skólans aðgengileg sem og öðrum sem áhuga kunna að hafa. Því miður er það regla frekar en hitt að þróunarverkefni festast ekki í sessi eða öllu heldur þeir starfshættir sem verkefnin laða fram og eru skólastarfi til framdráttar.

Í Hrafnagilsskóla hefur verið unnið ötult þróunarstarf undanfarin ár og meðal þess sem lagt hefur verið fram með skipulegum hætti eru verkefni tengd Skógarskólanum, fjölmenningu og CLIM-verkefnum, starfsmati kennara, þróun lestrarkennslu og vefir kennara hafa litið dagsins ljós s.s. fyrir íþróttakennslu og upplýsingatækni. Nýlegri verkefni eru Fjölbreytt námsmat og verkefni um einstaklingsmiðaða kennsluhætti „Ég kem í skólann til að læra".

Það er von okkar að með þessum hætti njóti kennarar Hrafnagilsskóla sem og aðrir góðs af skipulegum vinnubrögðum sem verði öðrum hvatning til að þróa skólastarf til aukinnar fagmennsku og nemendum til framdráttar.