Einstaklingsmiðaðir kennsluhættir

emk-forsida

Ég kem í skólann til að læra

Haustið 2006 var farið af stað með þróunarverkefni í einstaklingsmiðuðum kennsluháttum í 3. – 6. bekk og ber það  yfirskriftina ,,Ég kem í skólann til að læra". Samhliða verkefninu var unnið markvisst í þróun námsmats undir handleiðslu Ingvars Sigurgeirssonar. Skólaárið 2007 – 2008 verður verkefnið víkkað út og 7. og 8. bekkur teknir inn í það.

Fyrirkomulagið var þannig að 3. og 4. bekk var kennt að hluta til saman og í með 5. og 6. bekk. Þrír umsjónarkennarar sáu um tvær bekkjardeildir og skipulögðu stóran hluta kennslunnar sameiginlega. Þróun einstaklingsmiðunar er vel á veg komin og kappkosta kennarar að halda þeirri vinnu áfram. Þær námsáætlanir sem birtar eru á heimasíðunni eru sýnishorn af þeim áætlunum sem unnar hafa verið en þær eru í stöðugri endurskoðun. Gátlista og önnur matsblöð er að finna á heimasíðunni en kannanir og próf er hægt að nálgast hjá eftirfarandi kennurum:

Anítu Jónsdóttur, anita@krummi.isThis email address is being protected from spam bots, you need Javascript enabled to view it

Björk Sigurðardóttur, bjork@krummi.isThis email address is being protected from spam bots, you need Javascript enabled to view it

Okkar áherslur

  • Að nemendum líði vel í námi og starfi.

  • Að nemendur læri að taka ábyrgð á námi sínu.

  • Að kennslan verði að mestu leyti byggð á einstaklingsmiðuðu námi og fjölbreyttri samvinnu svo hægt verði að koma til móts við ólíka námsgetu, ólíkan áhuga og námsstíl.

  • Að viðhafa fjölbreytt og áreiðanlegt námsmat með áherslu á uppbyggjandi endurgjöf.

  • Að allir nemendur fái ögrandi og krefjandi verkefni svo og þann stuðning sem þeir þurfa til þess að vaxa sem námsmenn.

  • Að vinna með sveigjanlega og margvíslega hópa til að tryggja að nemendur öðlist fjölbreytt námstækifæri og takist á við ólíkar vinnuaðstæður.