Stærðfræði

Í 5. og 6. bekk eru gerðar áætlanir út frá markmiðum aðalnámskrár, þar sem hver og einn vinnur markvisst með ákveðið markmið þar til hann hefur náð öllum grunnþáttum þess. Hvert markmið er bútað niður í smærri námsþætti og reynt að hafa fjölbreytt námsmat við hvert markmið (sjá fylgiskjöl). Þegar nemandi hefur farið í gegnum ákveðinn kjarna sem allir þurfa að fara í, gerir hann sjálfsmat út frá þeim námsþáttum sem hann hefur verið að vinna með og metur hvort hann er tilbúinn í námsmat. Námsmatið fer fram þegar nemendur telja sig tilbúna og fer því fram á mismunandi tímum. Nemendur fá oftast niðurstöður jafnóðum og þessar niðurstöður stýra framhaldinu þ.e.a.s. nemandi heldur ekki áfram í nýtt viðfangsefni fyrr en ákveðnu lágmarki hefur verið náð.

5. og 6. bekkur

Mat á vinnubrögðum

Sjálfsmat

Almenn brot – 5. bekkur

Form / rúmfræði og þrívídd – 5. bekkur

Almenn brot – 6. bekkur

Form – 6. bekkur