Fjölbreytt námsmat

Þróunarverkefni í Hrafnagilsskóla veturinn 2006-2007

 

enskuprof.jpgKennarar Hrafnagilsskóla unnu að þróunarverkefni veturinn 2006 – 2007 sem bar yfirskriftina Fjölbreytt námsmat. Helstu markmið þess voru að auka fjölbreytni í námsmati og minnka vægi skriflegra prófa auk þess að kynna og ræða hugmyndir um áhugavert skólastarf og námsmat í öðrum skólum. Allir kennarar skólans tóku þátt og var leitast við að láta þau verkefni sem unnin voru í verkefninu falla að því sem verið var að gera í kennslu jafnframt. Nánari lýsingu á verkefninu er að finna í lokaskýrslu þess.

Uppsetning skýrslunnar er hugsuð út frá praktísku sjónarmiði þ.a. þeir sem annaðhvort vilja kynna sér hana í heild eða nýta einstök verkefni geta gert það með aðgengilegum hætti.  Lokaskýrslu og heildarmat á verkefninu vann Ingvar Sigurgeirsson prófessor við KHÍ sem var ráðgjafi okkar.

pdf Lokaskýrsla 556.34 Kb