Áhugasvið

Aðra hvora viku fá nemendur að vinna að verkefnum sem tengjast áhugasviði, tvo tíma í senn. Nemendur þurfa að gera verksamning þar sem fram kemur hvaða verkefni þeir ætla að vinna að og þar þurfa einnig að koma fram nokkrar lykilspurningar. Nemendur áætla hvað verkið taki langan tíma, hvernig þeir ætla að skila því af sér og hvernig meta eigi verkefnið (sjá fylgiskjöl).

Einu sinni í mánuði er kynning á verkefnunum. Þar kynna nemendur fyrir samnemendum og kennurum þau verkefni sem eru tilbúin á þeim tíma. Meðan á kynningu stendur meta kennarar verkið og skila matsblaði til nemenda að henni lokinni (sjá fylgiskjöl).

3. og 4. bekkur

Val á áhugasviði

Mat á áhugasviði

Leiðbeiningar

Leiðbeiningar 2

5. og 6. bekkur

Mat á áhugasviði

Áhugasviðssamningur